Leita

Tímabil:
 
 
Stærð:
Vinsælar eignir Fleiri eignir >>
  • Illugastaðir í Fnjóskadal nr 16

  • Í húsinu eru tvö svefnherbergi, hjónaherbergi með hjónarúmi og koju og herbergi með koju, stofa með eldhúskrók og baðherbergi. Í húsinu er svefnpláss fyrir 8 manns. Í því er barnarúm, sjónvarp og útvarp og gasgrill. Orlofshúsabyggðin á Illugastöðum í Fnjóskadal er fyrir löngu vel kunn flestum landsmönnum, svo margir hafa dvalið þar eða litið við hjá vinum og kunningjum sem þar hafa dvalið. Illugastaðir eru sívinsæll sumardvalarstaður. Húsin á Illugastöðum hafa öll verið endurnýjuð og lagfærð á undanförnum árum og eru nú hin glæsilegustu að innan sem utan. Hitaveita er á svæðinu og er heitur pottur við öll hús. Illugastaðir eru ákaflega vinsæll orlofsdvalarstaður og þangað sækir fólk af öllu landin. Fnjóskadalur státar af náttúrufegurð og er dalurinn sannkölluð perla fyrir náttúruunnendur, sérstaklega þá sem hafa áhuga á gönguferðum, jafnt að sumri sem vetri. Í flestum orlofshúsunum á Illugastöðum er svefnpláss fyrir átta manns í hverju húsi ásamt sængum fyrir jafnmarga. Húsin eru flest um 45 fermetrar að stærð og eru vel búin, meðal annars er í húsunum sturta, ísskápur, eldavél, örbylgjuofn, borðbúnaður, gasgrill, útvarp sjónvarp og nettenging. Eitt af húsunum er sérstaklega útbúið með gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga, hús nr. 26. Þeir sem þurfa á því að halda þurfa að hafa samband við Einingu-Iðju. Á Illugastöðum er meðal annars sundlaug og lítil verslun er í þjónustumiðstöðinni. Lokað er í sundlauginni og versluninni yfir veturinn. Leikvöllur er á svæðinu með skemmtilegum leiktækjum fyrir börnin, m.a. ærslabelg. Stutt er yfir í Vaglaskóg þar sem miklir möguleikar eru til gönguferða. Athugasemd : Í þjónustumiðstöð er hægt að leigja lín.    Hafðu samband við umsjónarmann ef þú kemur ekki á uppgefnum tíma.

  • Nánar >>
  • Núpasíða 8

  • Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, hjónaherbergi, herbergi með hjónarúmi og koju, herbergi með þremur kojum. Stofa með borðstofu, eldhús og baðherbergi. Í húsinu er svefnpláss fyrir 9 manns. Í því er barnarúm, sjónvarp og útvarp og gasgrill. Góð verönd er við húsið. Geymsluskúr er við bústaðinn, þar sem geymdir eru sólstólar og borð.

  • Nánar >>
  • Syðri Brú - Lækjarbrekka 10

  • Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, 1 hjónaherbergi með hjónarúmi (180 x 200) heil dýna og 1 herbergi með tvíbreiðu rúmi (160 x 200) eitt herbergi með koju  fyrir 3 (140 x 200) neðri og (90 x 200) í efri, í stofu er hornsófi.  Stofa er með eldhúskrók, og baðherbergi á milli eldhúss og hjónaherbergi, baðherbergi er með hurð út á pall. Í húsinu er svefnpláss fyrir 7 - 8 manns. Í því er barnarúm geymt inn í skáp á gangi, smart sjónvarp, og gasgrill. Góð verönd með heitum potti er við bústaðinn, innangengt er frá baðherbergi út á verönd. Húsið er 84 fermetri að stærð. Geymsla er í húsinu með aðgangshurð frá palli, þar sem hægt er að komast í þvottavél og þurkara (Sama stykkið), þar eru  geymdir sólstólar, borð, gasgrill barnarúm+dýna og fl.

  • Nánar >>
  • Syðri Brú - Lækjarbrekka 6

  • Kæri félagsmaður VSFKTil að leigja sumarhús VSFK að Lækjarbrekku 6 Syðri Brú (Grímsnesi) veturinn 2019-20 þarf að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 421-5777 eða senda e mail á johann@vsfk.is Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, Á neðri hæð er hjónaherbergi með hjónarúmi (180 x 200) og 1 herbergi með tvíbreiðu rúmi (160 x 200) Tvö herbergi eru á efri hæð annað herbergi með 2 einbreiðum rúmum (90 x 200) og í hinu herberginu er hjónarúm 160 x 200), í stofu er tungusófi.  Stofa er með eldhúskrók og baðherbergi. Í húsinu er svefnpláss fyrir 8 - 10 manns. Í því er barnarúm, smart sjónvarp, hljóðstong, útvarp og gasgrill. Góð verönd með heitum potti er við bústaðinn, innangengt er frá baðherbergi út á verönd. Á efri hæð eru 4 dýnur sem má nýta sem auka rúm. Húsið er 161 fermetri að stærð. Geymsluskúr er við bústaðinn, þar sem geymdir eru sólstólar, borð, gasgrill og fl.

  • Nánar >>
  • Húsafell nr. 12

  • Í húsinu eru tvö svefnherbergi, hjónaherbergi með hjónarúmi og koju og herbergi með koju, stofa með eldhúskrók og baðherbergi. Í húsinu er svefnpláss fyrir 6 manns. Í því er barnarúm, sjónvarp og útvarp og gasgrill. Góð verönd með heitum potti er við bústaðinn. Geymsluskúr er við bústaðinn, þar sem geymdir eru sólstólar, borð og grill. Hægt er að vera með fellihýsi eða tjaldvagn við húsið.

  • Nánar >>