VR á fjögur heilsárshús í Hálöndum, Akureyri. Þau eru staðsett við Hlíðarfjallsveg, u.þ.b. miðja vegu milli skíðaaðstöðunnar og bæjarins.

Húsin eru 108fm, í þeim eru þrjú svefnberbergi, tvö baðherbergi, stofa og eldhús. Gert er ráð fyrir að 6-8 manns geti gist. Heitur pottur.

Hægt er að leigja lín, þarf að panta með fyrirvara hjá Grand þvottur, sími 461-5900. Einnig er hægt að panta þrif gegn greiðslu hjá Þrif og ræstivörur, sími 461-5232.

Vetrarleiga: Komutími kl. 16:00, brottför kl. 12:00, nema sunnudaga kl. 19:00.
Sumarleiga: Komutími kl. 17:00, brottför kl. 12:00, nema sunnudaga kl. 19:00.

Vinsamlega athugið að reykingar eru bannaðar. Gæludýr eru leyfð.