Á orlofshúsasvæði Sameykis í Bollagörðum í Vaðnesi eru átta hús. Vaðnes er u.þ.b. 75 km. frá Reykjavík, nálægt Kerinu í Grímsnesi. Húsin eru 63 ferm. að stærð með gistimöguleika fyrir 5-6, þ.e. fyrir utan barnaferðarúm. Húsið er með þremur svefnherbergjum í fyrsta herberginu þegar komið er inn í húsið er rúmið 140x2 , í næsta er koja 90x2 og í þriðja herberginu er rúmið 153x2. tekið skal fram að það eru engar aukadýnur í húsunum. Sængur og koddar eru fyrir 6. Almennar upplýsingar um landsvæðið má finna á www.islandsvefurinn.is.

Gestir þurfa að taka með sér baðhandklæði, borðtuskur, salernispappír, ruslapoka, viskustykki og tuskur til þrifa. Það sem er til staðar eru moppur til að skúra með, áhöld og efni til þrifa. Einnig þurfa gestir að hafa með sér allan rúmfatnað og nota hann í öllum tilfellum. Þetta gildir um öll hús og íbúðir á vegum Sameykis.