Stórglæsileg íbúð á 4. hæð staðsett í hringiðu mannlífs í miðbæ Akureyrar. Íbúðin er með frábæru útsýni yfir sjóinn. Við komu þarf að nálgast lykla að íbúðinni hjá Securitas að Tryggvabraut 10 (rétt hjá Glerártorgi). Lyfta er í húsinu og aðgengi allt hið besta. Tvö skíðakort fylgja íbúðinni og fást þau afhent hjá Securitas þegar lyklar eru sóttir. Athugið að skila þarf kortunum aftur með lyklunum. Komutími: 17:00 Brottför: 12:00
Stórglæsilegt hús með gestahúsi. Staðsetningin er upp í hlíðinni í Úthlíð með útsýni sem er engu líkt. Aðalhúsið er með þremur svefnherbergjum, tveimur með hjónarúmum og einu með 1,20 rúmi. Gesthúsið er með einu svefnherbergi með hjónarúmi, auk salernis og sturtu sem hefur sér inngang og er einnig ætluð þeim sem nota heita pottinn. Komutími: 17:00 Brottför: 12:00
Straumnes I stendur næst vatninu. Húsið hefur nýlega verið tekið í gegn. Athugið að þegar snjóþungt er þá er aðeins fært fyrir jeppa, STOR tekur ekki ábyrgð á því að fært sé að húsinu og endurgreiðslur eru ekki veittar vegna ófærðar. Heitir pottar í Straumnesi eru lokaðir yfir veturinn. Komutími: 17:00 Brottför: 12:00
Straumnes II stendur upp í hlíðinni í kjarrinu fyrir ofan Straumnes I. Athugið að þegar snjóþungt er þá er aðeins fært fyrir jeppa, STOR tekur ekki ábyrgð á því að fært sé að húsinu og endurgreiðslur eru ekki veittar vegna ófærðar. Heitir pottar í Straumnesi eru lokaðir yfir veturinn. Komutími: 17:00 Brottför: 12:00