Félagsmönnum SfK stendur nú til boða að sækja um „Orlof að eigin vali“ rafrænt í gegn um orlofsvef félagsins. 120 styrkir verða veittir með þessum hætti fyrir sumarið 2022. Styrkjunum er úthlutað með sama hætti og um vikudvöl í sumarhúsi væri að ræða og er frádráttur 20 punktar. Styrkir eru veittir þeim sem ekki hafa fengið sumarhús á orlofstímabilinu. Félagsmenn sem fá úthlutað fá styrksloforð/orlofsávísun að upphæð 25.000 krónur. Styrksloforð/greiðsla fer fram eftir að dvöl/leigu lýkur gegn framvísun löggilds reiknings með nafni og kennitölu félagsmanns. Athugið að ekki er hægt að skila ávísun/úthlutun ef hún er ekki notuð. Orlofsávísanir gilda fyrir gistingu eða leigu utan orlofskerfis Starfsmannafélags Kópavogs og annarra stéttarfélaga, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði, hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagn, sem ekki hafa verið niðurgreidd af stéttarfélögum eða öðrum samtökum. Ekki er hægt að framvísa kvittunum fyrir matarútgjöldum, bensín og/eða almennum ferðakostnaði. Ekki verður greidd hærri upphæð en reikningur kveður á um. Styrksloforð/orlofsávísun gildir á tímabilinu 1. maí til 30. september 2022. Löggildum reikningum skal skila til skrifstofu félagsins í síðasta lagi 30. nóvember 2022. Ekki verður tekið við reikningum eftir þann tíma. Sækja þarf um styrkinn í síðasta lagi 29. mars 2022 á bókunarsíðu orlofsvefsins. Úthlutun fer fram 5. apríl 2022.
Arnarborg 8 á Stykkishólmi er 85 fermetrar orlofshús félagsins rétt fyrir utan Stykkishólm. Það samanstendur af anddyri, stofu, borðstofu og eldhúsi. Í því eru þrjú svefnherbergi. Eitt hjónaherbergi, eitt herbergi með rúmi sem er 135 cm að stærð og eitt kojuherbergi, eða svefnstæði fyrir allt að sex á neðri hæð. Svefnloft og sjónvarpsloft er yfir hluta hússins og fjórir geta gist á efri hæðinni. Sængur og koddar eru fyrir 10 manns í húsinu en hafa verður með rúmfatnað. Gistimöguleika er því fyrir 10, þ.e. fyrir utan barnaferðarúm. Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakarofn og uppþvottavél. Gasgrill er í húsinu. Eitt baðherbergi er í húsinu með sturtu og einnig er þvottavél. Stór og góð verönd er ásamt heitum potti og tveimur útigeymslum. Gestir þurfa að taka með sér baðhandklæði, borðtuskur, salernispappír, ruslapoka, viskustykki og tuskur til þrifa. Það sem er til staðar eru áhöld og efni til þrifa. Einnig þurfa gestir að hafa með sér allan rúmfatnað og nota hann í öllum tilfellum. Þetta gildir um öll hús á vegum Starfsmannafélags Kópavogs. Í Arnarborg eru leyfð gæludýr.
Einilundur 10b á Akureyri er rúmgóð íbúð í raðhúsalengju. Það samanstendur af anndyri, stofu og eldhúsi. Í því er tvö svefnherbergi, hjónaherbergi og eitt herbergi með einbreiðu rúmi. Í stofunni eru tveir svefnsófar sem fjórir geta sofið í. Gistimöguleika er því fyrir 7, þ.e. fyrir utan barnaferðarúm .Sængur og koddar fyrir átta manns eru í húsinu en hafa verður með rúmfatnað. Í eldhúsi er ísskápur, eldavél, bakarofn, örbylgjuofn og uppþvottavél. Þvottahús ásamt þvottavél er á staðnum. Eitt baðherbergi er í húsinu með baðkar ásamt sturtu. Góð verönd til suður ásamt gasgrilli er til staðar. Gestir þurfa að taka með sér baðhandklæði, borðtuskur, salernispappír, ruslapoka, viskustykki og tuskur til þrifa. Það sem er til staðar eru áhöld og efni til þrifa. Einnig þurfa gestir að hafa með sér allan rúmfatnað og nota hann í öllum tilfellum. Þetta gildir um öll hús á vegum Starfsmannafélags Kópavogs.
Eiðar stendur við Eiðavatn og er 54 fm. Það samanstendur af sofu og eldhúsi í einu rými og tveimur svefnherbergjum báðum með tvíbreiðum rúmum. Svefnsófi er í stofunni og geta tveir gist í honum. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns í húsinu en hafa verður með rúmfatnað. Gistimöguleikar er því fyrir 6. Í eldhúsi er eldavél með bakaraofni, ísskápur og uppþvottavél. Í húsinu er eitt baðherbergið með sturtu. Stór og rúmgóð verönd ásamt útigeymslu, sólhúsgögnum og gasgrill . Mjög fallegt útsýni er af veröndinni yfir Eiðavatn. Húsinu fylgir báturinn Kópur ásamt bátaskýli til afnota fyrir dvalargesti og er þeim heimilt að veiða í Eiðavatni. Björgunarvesti eru í bátaskýlinu.
Glæsilegur heilsársbústaður í Reykjaskógi í landi Efri-Reykja í Biskupstungum, 14 km frá Laugarvatn. Bústaðurinn skiptist þrjú svefnherbergi. Eldhús, stofu og baðherbergi sem er með sturtu. Svefnloft er í húsinu en þar er svefnsófi og dýnum. Alls eru húsið með 8 svefnstæðum. Sængur og koddar eru í húsinu en hafa verður með rúmfatnað. Heitur pottur er á rúmgóðri verönd, sólhúsgögnum og gasgrilli.