Upplýsingar eignar  -  Furuhlíð í Þjórsárdal
Almennar upplýsingar
Nafn Furuhlíð í Þjórsárdal Tegund Sumarbústaður
Svæði Suðurland Öryggis kóði
Heimilisfang Í Þjórsárdal í landi Ásólfsstaða í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Lýsing

Í Furuhlíð eru 3 svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi með sturtu. Svefnaðstaða er fyrir 6 - 8 manns í tveimur herbergjum með hjónarúmi og einu herbergi með koju.  Auk þess er ferðabarnarúm með dýnu. Á staðnum eru 8 sængur og 8 koddar, en koma þarf með sængurföt (sængurver, koddaver og lök), handklæði, viskustykki, borðtuskur, eldhúspappír og gúmmíhanska.

 Í eldhúsi er ísskápur, helluborð með 2 hellum og sambyggður bakara- og örbylgjuofn. Borðbúnaður er fyrir 12 manns (leirtau og hnífapör) og glös af ýmsum stærðum og gerðum. Auk þess eru öll almenn eldhúsáhöld, pottar og pönnur, handþeytari, pönnukökupanna, vöfflujárn, samlokugrill, brauðrist og hraðsuðuketill. Af öðru innbúi má nefna eldhússtóla og kolla, barnastól, útvarpstæki með geislaspilara og kasettutæki, sjónvarp, spilara, hárþurrku og gasgrill. Á staðnum á að vera salernispappír, eldhúspappír, áhöld og hreinsiefni til þrifa. Ef eitthvað vantar vinsamlega tilkynnið til orlofshúsanefndar orlofshus@sjova.is .

Fyrir framan húsið er sólpallur með heitum potti, sumarhúsgögnum og gasgrilli. Stór lóð er í kringum orlofshúsin og milli þeirra stendur hús þar sem er gufubað, snyrting, sturta og stór ísskápur með litlu frystihólfi sem er sameiginlegt með Grenihlíð. Í verkfærageymslu á bak við húsið eru m.a. geymdir aukagaskútar og svartir ruslapokar. Sandkassi er við húsið og á flötinni fyrir framan eru rólur, vegasalt og grasvöllur.