Upplýsingar eignar  -  Áshvammar 12
Almennar upplýsingar
Nafn Áshvammar 12 Tegund Sumarbústaður
Svæði Suðurland Öryggis kóði
Heimilisfang Ásgarðslandi í Grímsnesi
Lýsing

Orlofshúsið í Áshvömmum er rúmgott 110 m² hús sem stendur á hektara eignalandi. Umhverfis húsið er góður sólpallur með heitum potti og gasgrilli og er hægt að ganga út á þremur stöðum úr stofu og eldhúsi. Húsið skiptist í 3 svefnherbergi, stofu og eldhús í einu rými, baðherbergi með sturtu og þvottahús og einnig er á lóðinni 20 m² geymsluskúr. Svefnaðstaða er fyrir 8 manns í  herbergjum, en auk þess eru tvær aukadýnur  í geymsluskúr. Í hjónaherbergi er hjónarúm (180 x 200), en í hinum herbergjunum eru kojur (breið neðri koja 140 x 200 og efri koja 90 x 200) og einnig er barnaferðarúm með dýnu. Á staðnum eru sængur og koddar, en koma þarf með allt lín, þ.e. sængurföt (sængurver, koddaver og lök), handklæði, viskustykki, borðtuskur, plastpoka og gúmmíhanska m.m.

Eldhúsið er fullbúið með eldavél, bakaraofni, ísskáp, örbylgjuofni, uppþvottavél, kaffikönnu, blandara, handþeytara, töfrasprota, brauðrist, samlokugrilli, vöfflujárni o.fl. Á staðnum er einnig Nespresso kaffivél, en gestir þurfa að taka með sér kaffihylki. Borðbúnaður er fyrir 12 manns (leirtau og hnífapör) og glös af ýmsum stærðum og gerðum. Auk þess eru öll almenn eldhúsáhöld, pottar og pönnur. Í borðstofunni er borðstofuborð og stólar fyrir 8 manns og barnastóll og einnig eru eldhúskollar, aukastólar, garðhúsgögn og eitthvað af leikföngum í geymsluskúr. Af öðru innbúi má nefna hornsófa, sófaborð, sjónvarp og hjómtæki. Á baðherberginu er hárblásari og í þvottahúsinu er þvottavél með þurrkara, áhöld og hreinsiefni.

Á staðnum eiga að vera salernispappír, eldhúspappír, áhöld og öll hreinsiefni til þrifa. Ef eitthvað vantar vinsamlega tilkynnið til orlofshúsanefndar. Í geymsluskúrnum eiga einnig að vera auka gaskútar og stórir svartir ruslapokar.