Upplřsingar eignar  -  Strandgata 3 - Akureyri
Almennar upplřsingar
Nafn Strandgata 3 - Akureyri Tegund ═b˙­
SvŠ­i Nor­urland Íryggis kˇ­i ┌tidyrnar eru opna­a
Heimilisfang Strandgata 3 vi­ Rß­h˙storg
Lřsing

Orlofsíbúð Sjóvá er rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 5. hæð Strandgötu 3, í sama húsi og útibú Sjóvá á Akureyri. Íbúðinni fylgja geymsla og tvö bílastæði í bílageymslu í kjallara og aðgangur að þakgarði í sameign með útgangi frá stigagangi á 2. hæð.

Íbúðin er alls 96 m² að stærð og skiptist í stofu, 2 svefnherbergi, eldhús og baðherbergi, allt með flísalögðum gólfum. Tvennar svalir eru í íbúðinni og á stærri svölunum sem snúa út að Ráðhústorgi er gasgrill, borð og stólar. Stofan er rúmgóð með stórum hornsófa, sjónvarp, spilari og hjómtæki. Í öðru svefnherberginu er einnig sjónvarp og spilari. Eldhúsið er vel útbúið með eldavél, ofni, ísskáp, örbylgjuofni, uppþvottavél, kaffikanna og baunakaffikanna, blandara, handþeytara, brauðrist, samlokugrill, vöfflujárn m.m. Borðbúnaður er fyrir 12 manns, leirtau, hnífapör og glös af ýmsum stærðum og gerðum og öll almenn eldhúsáhöld. Í borðkróknum eru borð og stólar fyrir 6 manns og barnastóll. Í stærra svefnherberginu er hjónarúm (180 x 200 cm) og ferðabarnarúm. Í minna svefnherberginu er hjónarúm (160 x 200 cm), í geymslunni niðri eru tvær springdýnur (90 x 200 cm) og einnig er hægt að sofa í sófanum. Vinsamlega skilið dýnunum í geymsluna eftir notkun. Á baðherberginu er baðkar með sturtuaðstöðu, þvottavél og hárblásari og sléttujárn. Í skáp á gangi eru áhöld og hreinsiefni til þrifa, pappír, þurrkgrind, straubretti og straujárn. Í íbúðinni er þráðlaust net sem er eingöngu ætlað fyrir aðgang að netinu, en niðurhal á efni er með öllu óheimilt. Sjá nánar leiðbeiningar á staðnum.

Í íbúðinni eru 8 sængur og koddar auk barnasængur, en koma þarf með allt lín s.s. sængurföt (sængurver, koddaver og lök), handklæði, viskastykki og borðtuskur. Á staðnum á að vera salernis- og eldhúspappír, áhöld og hreinsiefni til þrifa. Ef eitthvað vantar vinsamlega tilkynnið til orlofshúsanefndar orlofshus@sjova.is.