Kennarasamband Íslands á þrettán orlofshús í Heiðarbyggð í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi. Heitur pottur er við hvert hús. Húsin við Háamóa 2, 4, 6, 8, 10, 12 eru 99 m² að stærð. Í þeim eru fjögur svefnherbergi, tvö þeirra eru með hjónarúmi og tvö herbergi eru með kojum. Barnarúm er í öllum húsunum. Hægt er að kaupa aðgang að Stöð2. Leiðbeiningar um kaup eru í bústaðnum.

Í grenndinni eru golfvellir, hótel, kaffihús/bar, verslun, upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, sundlaug og íþróttahús. Margir sögufrægir staðir og náttúruvætti eru í næsta nágrenni svo sem Þjórsárdalur, Skálholt, Gullfoss og Geysir.

Sjónvarp: Í eignum KÍ er aðeins boðið upp á RÚV sjónvarp án endurgjalds. Hægt er að leigja áskrift að Stöð 2. Sjá nánar leiðbeiningar í bústað.

Internet: Í eignum KÍ er ekki er boði frítt netsamband. Á Flúðum og í Kjarnabyggð er hægt er að tengjast þráðlausu neti Vodafone gegn vægu gjaldi. Nánari upplýsingar eru í húsinu.

Þrif: Frá og með 7. júní 2019 er ekki hægt að kaupa lokaþrif á Flúðum. Verið er að kanna hvort einkafyrirtæki á svæðinu muni taka lokaþrif að sér og verða upplýsingar um slíkt birtar á orlofsvefnum ef af verður.

Leigjendur eru hvattir til að kynna sér reglur Orlofssjóðs KÍ á ki.is