Sæból er stærst orlofshúsa FS í Brattahlíð. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi með 10 svefnplássum alls, stór stofa og borðstofa, eldhúskrókur og tvö salerni með sturtuböðum. Í tveimur svefnherbergjum eru hjónarúm og í tveimur eru kojur, þar sem neðra rúmið er tvíbreitt og efra rúmið er einbreitt. Barnarúm og barnastóll er í húsinu en ekki barnasæng. Borðbúnaður er fyrir 10 manns auk venjulegra eldhúsáhalda. Góð verönd meðfram húsinu á þrjá vegu og heitur pottur.
Laugaból stendur neðst húsa FS í Brattahlíð. Í húsinu eru þrjú svefnherbergi, eitt með hjónarúmi og tvö með kojum. Efri koja er einbreið og neðri koja ein og hálf breidd. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu en ekki barnasæng. Stofa með eldhús- og borðkrók, baðherbergi með sturtu. Húsinu fylgja 8 sængur og koddar og borðbúnaður fyrir 8 manns auk nauðsynlegra eldhúsáhalda. Góð verönd meðfram suður og vesturhlið hússins og heitur pottur
Hrannarból sem er efst í Brattahlíð er með tveimur svefnherbergjum. Í öðru herberginu er hjónarúm og í hinu er koja, neðra rúmið er tvíbreitt og efra rúmið einbreitt. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu en ekki barnasæng. Samliggjandi eldhús, stofa og borðstofa með útgengi á verönd. Baðherbergi með sturtu innaf forstofu. Góð verönd er við húsið til suðurs og vesturs og heitum potti. Í húsinu eru koddar og sængur fyrir fimm manns. Borðbúnaður fyrir átta manns ásamt nauðsynlegum eldhúsáhöldum. Barnarúm og barnastóll eru í húsinu.
Íbúðin er 55 ferm. og skiptist í tvö svefnherbergi annað með hjónarúmi, hitt með koju þar sem neðri kojan er tvíbreið þannig að þar er svefnpláss fyrir 3. Íbúðun er nýstandsett og öll hin glæsilegasta. Sængur og koddar eru fyrir sex. Barnastóll og barnarúm eru í húsinu en ekki barnasæng. Eldhús- og borðbúnaður er fyrir 10-12 manns. Þvottavél er í baðherbergi.