Upplřsingar eignar  -  Gata Nor­urljˇsanna Ý Kjarnaskˇgi
Almennar upplřsingar
Nafn Gata Nor­urljˇsanna Ý Kjarnaskˇgi Tegund Sumarb˙sta­ur
SvŠ­i Nor­urland Íryggis kˇ­i
Heimilisfang 600 Akureyri
Lřsing

Eldhús með eldavél, bakaraofni, uppþvottavél og örbylgjuofni. Baðherbergi er nýuppgert með sturtu. Þrjú svefnherbergi, eitt með góðu hjónarúmi og tvö með 90 cm kojum. Gistiaðstaða, sængur og koddar fyrir 6 manns. Sjónvarp, video og DVD í stofu.


Router er kominn í húsið og því hægt að fara á netið í húsinu.


Það stendur miðja vegu í orlofshúsabyggðinni og útsýni yfir flugvöllinn og Vaðlaheiðina.  Stutt í Kjarnaskóg sem er paradís útivistarunnenda. Aðeins 5 km í miðbæ Akureyrar. 


Húsið er mjög notalegt með góðri verönd, fallegum útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti.


Með því að fara á google maps:  https://maps.google.com/  og slá inn gata norðurljósanna þá fæst staðsetning sumarbústaðarins, þ.e. sumarhúsabyggðarinnar.  Nákvæmt heimilisfang ekki gefið upp á netinu.


Golfvöllurinn í nágrenninu heitir Jaðarsvöllur og er einungis í nokkurra kílómetra fjarlægð.