Upplısingar eignar  -  Arnarborg 7
Almennar upplısingar
Nafn Arnarborg 7 Tegund Sumarbústağur
Svæği Vesturland Öryggis kóği 5986
Heimilisfang viğ Stykkishólm
Lısing

Nýstárleg hönnun og mjög skemmtilegt hús.  Stofan er nett með borðstofuborði fyrir 8 manns. Í eldhúsi eru öll tæki fyrsta flokks, m.a. uppþvottavél og örbylgjuofn.  Baðherbergi er með sturtu og þvottavél.


Gistiaðstaða er fyrir 6-8 manns. Sængur og koddar fyrir 8 manns. Svefnherbergi eru 3. Eitt með hjónarúmi (king size), annað með 140 cm breiðu rúmi (queen size)  og hið þriðja með 90 cm kojum. Ferðabarnarúm og barnamatarstóll eru í húsinu.  Á háalofti er svefnsófi, sjónvarp, video og dvd, þar eru líka 3 dýnur. 


Router er kominn í húsið og því hægt að fara á netið í húsinu.


Húsið stendur innst í orlofshúsabyggðinni og útsýnið er stórkostlegt.  Sérstaklega gaman að fylgjast með fuglalífinu þarna á sumrin.  Aðeins 3 km í miðbæ Stykkishólms. Húsið er stórglæsilegt með góðri verönd, glæsilegum útihúsgögnum, gasgrilli og heitum potti.