Upplýsingar eignar  -  Húsafelli - Kiðárbotnar 30
Almennar upplýsingar
Nafn Húsafelli - Kiðárbotnar 30 Tegund Sumarbústaður
Svæði Vesturland Öryggis kóði
Heimilisfang Kiðárbotnar 30, 311 Borgarnes, Húsafelli
Lýsing

Í bústaðnum eru 3 svefnherbergi og svefnaðstaða fyrir 7-8 manns, Í hjónaherbergi er queeen stærð (153 x203 ). Í stærra kojuherb. stærð 140 x 200 cm rúm og einbreið efri koja og í minna kojuherb er 120 x 198 cm neðri rún og einbreið koja fyrir ofan. 8 sængur og 8 koddar eru til staðar sem og barnarúm. Sturta í baðherbergi ásamt útipotti. Í eldhúsinu er borðbúnaður fyrir 10 manns og er það búið helstu eldhúsáhöldum, eldavél með ofni , uppþvottavél, örbylgjuofni og helstu rafmagnstækjum rafmagnsþeytari, brauðrist, vöfflujárn  og kaffivél. Í bústaðnum er sjónvarp, DVDtæki og útvarp m/geislaspilara. Sérstakur rofi er á vegg á gangi til að kveikja á raftækjunum og eru leigutakar vinsamlegast beðnir að slökkva við brottför. Því miður hefur rafmagnið á svæðinu reynst gloppótt, en verið er að vinna í því. Í hitakompu er Weber útigrill. Á palli er heitavatns útipottur.


Í Húsafelli er sundlaug og golfaðstaða að sumri, einnig er verslun sem er opin all sumarið og um helgar á veturna.husafell.is


Leigjandi skal ganga vel um bústaðinn og innanstokksmuni. Ræsta skal bústaðinn við brottför, ryksuga (líka bakvið og undir húsgögnum) og þvo gólf, þurrka af borðum og úr gluggum og ræsta baðherbergið. Ef potturinn hefur verið notaður verður að þrífa hann vel fyrir næstu leigjendur (notkunarreglur hanga uppi í bústað). Einnig þarf að þrífa vel gasgrillið eftir hverja notkun (leiðbeiningar og áhöld á staðnum) Ef gas klárast skal fá nýjan kút í verslun og kvitta fyrir.


Gangið frá bústaðnum eins og þið viljið taka við honum.


UMGENGNI LÝSIR INNRI MANNI.