Leita

Tímabil:
 
 
Stćrđ:
Vinsćlar eignir Fleiri eignir >>
 • Akureyri - Hafnarstćti 100

 • Íbúðin er á 4. og 5. hæð en ekki er lyfta. Í íbúðinni eru 2 svefnherbergi með Queen-size rúmum (152×203) auk tveggja svefnsófa í stofu fyrir 4 (143×200); svefnaðstaða fyrir 8 manns og 2 ungbarnarúm. Ekki er ætlast til að fleiri gisti í íbúðinni. 8 sængur og 8 koddar eru til staðar sem og sæng og koddi í ungbarnarúmið. Baðherbergi með sturtu á neðri hæð ásamt þvottavél og þurrkara og salerni á efri hæð. Svalir eru út frá stærra svefnherbergi og 30 fm svalir út frá eldhúsi/borðstofu með grilli og garðhúsgögnum. Í eldhúsinu er borðbúnaður fyrir 12 manns og er það búið öllum nauðsynlegum eldhúsáhöldum, eldavél með ofni, uppþvottavél, örbylgjuofni og algengum rafmagnstækjum, flatskjá, heimabíó auk snúru fyrir Ipod. Allar fallegu ljósmyndirnar á veggjunum eru eftir Guðmundu Jónsdóttur, félagsmann. Íbúðinni fylgir rúmfatnaður fyrir 8, 10 baðhandklæði og 10 minni og viskustykki og borðtuskur. Ef félagsmaður ákveður að nota línið fylgir sú kvöð að taka af rúmum og þvo allt lín fyrir brottför. Ekki er ætlast til að handklæði yfirgefi íbúðina. Takið með ykkur sundhandklæði. Aðsjálfsögðu getur félagsmaður einnig komið með sitt eigið lín og losnað þannig við allt þvottastand. Línið í íbúðinni er hugsað til hægðarauka fyrir okkur. Íbúðin er nýuppgerð og var mikill kostnaður og vinna lögð í að gera hana sem fallegasta og þægilegasta fyrir okkur öll. Það er skylda okkar að ganga vel um hana. Vinsamlegast gangið ekki um íbúðina á útiskóm. Eftir hverja sturtuferð þarf að skola af gleri með köldu vatni og skafa niður með sköfunni í sturtuklefanum. Þvottaefni og mýkingarefni fyrir þvottavél verður á staðnum og hreinsa þarf ló úr þurrkarahurðinni eftir hverja notkun. Allar leiðbeiningar eru á staðnum. Leikfélag Akureyrar Sundlaug Akureyrar Þrif og umgengni: Þrif á íbúð eru ekki innifalin í leigugjaldi. Ef dvalið sé í íbúðinni lengur en 3 nætur verður að kaupa þrif. Ef dvalið er  2 nætur eða skemur getur leigutaki valið að þrífa sjálfur.  Ef þrifum leigutaka er ábótavant við brottför mun umsjónarmaður láta þrífa íbúðina á kostnað leigutaka. Við brottför þarf að þurrka af, ryksuga og skúra. Þrífa salerni og vaska. Taka úr uppþvottavél og þrífa útigrill. Þrif á grilli er aldrei innifalið i þrifakaupum. Fjarlægja allt sorp en á fyrstu hæð (þar sem gengið er inn í hús) er milligangur með sorplúgu. Nýverið tók Akureyrarbær upp umfangsmikla flokkun sorps og er sérstök fata og pokar undir allan lífrænan úrgang í íbúðinni. Sjá meðfylgjandi lista. Mjög mikilvægt er að farið sé eftir þessu í hvívetna ella  kemur til sektar. Ílát undir pappír, gler og ál eiga að vera í milligangi. Í kjallara er læst geymsla þar sem hægt er að geyma t.d. skíði o.fl.

 • Nánar >>
 • Grímsnes - Lćkjarbrekka 28

 •   Meðfylgjandi leigusamningi er kort af svæðinu og leiðinni í bústaðinn. Hægt er að fara í gegnum Hveragerði eða Þingvelli og að sumri Nesjavallaleið. Bústaðurinn er í landi Syðri Brúar gegnt gömlu Írafossvirkjuninni og fjarstýringin sem fylgir lyklunum gengur að hliðinu. Í kassa við útigeymslu er síðan aukalykill ef eitthvað kemur uppá og númerið er 9628.  Ekki er hægt að loka hurðum nema með lykli og er 3 punkta læsing á öllum útihurðum ( þarf að lyfta upp húni til að læsa ) Húsið er með álklæðningu að utan og hvítu þaki og gluggum. Í húsinu eru öll helstu heimilistæki ( og meira til ), þvottavél, uppþvottavél og grill. Á uppþvottavél er stilling sem tekur ekki nema 30 mínútur og þvær njög vel ef skolað er í vélina.  4 queen stærð (153x205 cm ) rúm eru í herbergjum og fylgja 2 umgangar af lökum á rúmin sem geymd eru í neðstu kommóðuskúffum í hverju herbergi. Við mælumst til að fólk noti þau og setji síðan í þvottvélina áður en bústaðurinn er yfirgefinn. Skilja má eftir þvott á snúrum í geymslu sem næsti notandi tekur síðan saman. Taka þarf með sér öll önnur sængurföt, t.d. fyrir 2 aukadýnur sem eru á efri hæð samanbrotnar í 2 kubba með gráu áklæði ( sama og sófi á palli ). Sængur og koddar eru fyrir 10.  Sjá reglur um umgengni og frágang í húsi. Í Grímsnesinu er margvísleg afþreying í boði, sundlaug við Minni Borg,sjá hér golfvöllur Landsvirkjunar, Sólheimar hlekkur hér, dýragarðurinn í Slakka  hlekkur hér og uppi á Búrfellinu er vatn þar sem allir mega veiða og margt fleira. Í húsinu verður farsími í eigu FFÍ fyrir leigjendur til að opna hlið fyrir gestum. Einungis er hægt að opna hlið með þessum síma. Ekki reyndist unnt að loka fyrir öll önnur númer þannig að leigjendum er treyst til að nota ekki símann í öðrum tilgangi. Fylgst verður með notkun í hverri viku og viðkomandi verður rukkaður ef uppvíst verður um misnotkun. Í húsinu er netbeinir fyrir þráðlaust net.  Leigjendur greiða sjálfir fyrir netnotkun. Sjá leiðbeiningar á staðnum. Umgengnisreglur hanga uppi í forstofu og eru leigjendur beðnir að fylgja þeim í hvívetna. Ef gas fyrir grill klárast eru leigjendur beðnir að skipta út kúti í Þrastalundi.   Ef eitthvað kemur uppá má hafa samband við Ástu í 6951504 eða Fanneyju í 8626760

 • Nánar >>
 • Húsafelli - Kiđárbotnar 30

 • Í bústaðnum eru 3 svefnherbergi og svefnaðstaða fyrir 7-8 manns, Í hjónaherbergi er queeen stærð (153 x203 ). Í stærra kojuherb. stærð 140 x 200 cm rúm og einbreið efri koja og í minna kojuherb er 120 x 198 cm neðri rún og einbreið koja fyrir ofan. 8 sængur og 8 koddar eru til staðar sem og barnarúm. Sturta í baðherbergi ásamt útipotti. Í eldhúsinu er borðbúnaður fyrir 10 manns og er það búið helstu eldhúsáhöldum, eldavél með ofni , uppþvottavél, örbylgjuofni og helstu rafmagnstækjum rafmagnsþeytari, brauðrist, vöfflujárn  og kaffivél. Í bústaðnum er sjónvarp, DVDtæki og útvarp m/geislaspilara. Sérstakur rofi er á vegg á gangi til að kveikja á raftækjunum og eru leigutakar vinsamlegast beðnir að slökkva við brottför. Því miður hefur rafmagnið á svæðinu reynst gloppótt, en verið er að vinna í því. Í hitakompu er Weber útigrill. Á palli er heitavatns útipottur. Í Húsafelli er sundlaug og golfaðstaða að sumri, einnig er verslun sem er opin all sumarið og um helgar á veturna.husafell.is Leigjandi skal ganga vel um bústaðinn og innanstokksmuni. Ræsta skal bústaðinn við brottför, ryksuga (líka bakvið og undir húsgögnum) og þvo gólf, þurrka af borðum og úr gluggum og ræsta baðherbergið. Ef potturinn hefur verið notaður verður að þrífa hann vel fyrir næstu leigjendur (notkunarreglur hanga uppi í bústað). Einnig þarf að þrífa vel gasgrillið eftir hverja notkun (leiðbeiningar og áhöld á staðnum) Ef gas klárast skal fá nýjan kút í verslun og kvitta fyrir. Gangið frá bústaðnum eins og þið viljið taka við honum. UMGENGNI LÝSIR INNRI MANNI.

 • Nánar >>
 • Húsafell - Kiđárbotnar 32

 • Í bústaðnum eru 3 svefnherbergi og svefnaðstaða fyrir 7-8 manns, Í hjónaherbergi er queeen stærð (153 x203 ). Í stærra kojuherb. stærð 140 x 200 cm rúm og einbreið efri koja og í minna kojuherb er 120 x 198 cm neðri rúm og einbreið koja fyrir ofan. 8 sængur og 8 koddar eru til staðar sem og barnarúm. Sturta í baðherbergi ásamt útipotti. Í eldhúsinu er borðbúnaður fyrir 10 manns og er það búið helstu eldhúsáhöldum, eldavél með ofni , uppþvottavél, örbylgjuofni og helstu rafmagnstækjum rafmagnsþeytari, brauðrist, vöfflujárn  og kaffivél. Í bústaðnum er sjónvarp, DVDtæki og útvarp m/geislaspilara.Sérstakur rofi er á vegg á gangi til að kveikja á raftækjunum og eru leigutakar vinsamlegast beðnir að slökkva við brottför. Því miður hefur rafmagnið á svæðinu reynst gloppótt, en verið er að vinna í því. Í hitakompu er Weber útigrill. Á palli er heitavatns útipottur. Í Húsafelli er sundlaug og golfaðstaða að sumri, einnig er verslun sem er opin all sumarið og um helgar á veturna.husafell.is Leigjandi skal ganga vel um bústaðinn og innanstokksmuni. Ræsta skal bústaðinn við brottför, ryksuga (líka bakvið og undir húsgögnum) og þvo gólf, þurrka af borðum og úr gluggum og ræsta baðherbergið. Ef potturinn hefur verið notaður verður að þrífa hann vel fyrir næstu leigjendur (notkunarreglur hanga uppi í bústað). Einnig þarf að þrífa vel gasgrillið eftir hverja notkun (leiðbeiningar og áhöld á staðnum) Ef gas klárast skal fá nýjan kút í verslun og kvitta fyrir. Gangið frá bústaðnum eins og þið viljið taka við honum. UMGENGNI LÝSIR INNRI MANNI.

 • Nánar >>