Lýsing Þetta hús er búið að endurnýja að innan. Í húsinu er forstofa og stofa og eldhús í sama rými, baðherbergi með sturtu, herbergi með hjónarúmi 160x200. Á svefnlofti eru tvö rúm sem hægt er að færa saman, þau eru 80x200 og tvær dýnur 75x196. Útipallur er með útihúsgögnum og heitum potti. Hægt er að kaupa tímabundinn aðgang að sjónvarpsrásum (öðrum en RÚV), leiðbeiningar um það eru í húsinu. Auk þess er hægt að kaupa aðgang að 4G interneti, leiðbeiningar um það eru í húsinu. Tuskur, klósettpappír, hreingerningarefni og hreingerningartól má finna í húsinu. Þvottavél má finna í þjónustumiðstöð. Lín Þvottur & Lín bjóða uppá leigu á líni (rúmföt og handklæði) fyrir orlofshúsa gesti. Hægt er að fá upplýsingar um verð og afhendingu með því að senda póst panta@thvotturoglin.is. Athugið að panta þarf lín með a.m.k. tveggja sólahringa fyrirvara. Ef ekki er leigt lín þá þurfa orlofsgestir að koma með sitt eigið lín. Ef orlofsgestur gleymir að taka með sér lín þá getur hann heyrt í umsjónarmanni og fengið lín að láni gegn greiðslu. Gert er upp við skrifstofu BHM. Þrif Þrifafyrirtækið Þvottur & Lín býður orlofsgestum að kaupa þrif í Brekkuskógi. Orlofsgestir panta þrif sjálfir og greiða fyrir þau beint til þjónustuaðila. Verð fyrir þrif fer eftir stærð húsa og stærðir húsa í Brekkuskógi er eftirfarandi: A-hús: 46 fm. B-hús: 75 fm. C-hús: 50 fm (C-hús nr. 40 er 65 fm). D-hús: 124 fm. E-hús: 95 fm. F-hús: 95 fm. Hægt er að fá upplýsingar um verð og panta þrif með því að senda póst á netfangið panta@thvotturoglin.is. Athugið að panta þarf þrif með a.m.k. tveggja sólahringa fyrirvara. Ef ekki eru keypt þrif þá sjá orlofsgestir um að þrífa eftir sig sjálfir skv. leiðbeiningum í bústað. Rusl og flöskur fara í gáma við þjónustumiðstöð. Umsjón Umsjónarmaður er á svæðinu alla virka daga frá kl. 8:00 til kl. 17:00. Vinsamlegast hringið ekki í umsjónarmann eftir kl. 17:00 á virkum dögum eða um helgar nema erindið sé brýnt. Hægt er að senda á sjodir@bhm.is ef erindi þitt þolir bið. Það verður afgreitt næsta virka dag. Athugið að í Brekkuskógi svarar Securitas eftir kl. 17:00 og um helgar. Gott er að taka fram nafn og dvalarstað þegar svarað er. Aðrar upplýsingar Athugið að hjartastuðtæki má finna í þjónustumiðstöð (Brekkuþing) sem staðsett er efst á svæðinu. Sjóðfélagar í Orlofssjóði BHM eru með tveir fyrir einn afslátt í Fontana Spa á Laugarvatni. Gefa þarf upp nafn og kennitölu í afgreiðslu. Á sumrin er lúsmý á svæðinu. Eitrað er fyrir hvert sumar en sjóðfélagar eru hvattir til þess að gera ráðstafanir sjálfir (t.d. bera á sig flugnafælandi krem). Athugið að hægt er að nota gufu í baðhúsi en heitir pottar í baðhúsi eru því miður ekki í notkun (athugið að heitir pottar eru við hvert hús í Brekkuskógi). Fyrirhugað er að fara í framkvæmdir á baðhúsi í náinni framtíð, eins og er ganga aðrar framkvæmdir á svæðinu fyrir. Orlofssjóður BHM ábyrgist snjómokstur á föstudögum og sunnudögum á orlofssvæðum en ekki aðra daga. Göngustígar á orlofssvæðum og að orlofskostum eru ekki alltaf ruddir. Þá er ekki mokað sérstaklega frá heitum pottum eða af pöllum í orlofshúsum.
Lýsing Á neðri hæð er eitt svefnherbergi með rúmi sem er 120cmx210cm (tvíbreitt). Á efri hæð eru tvö herbergi, hvort tveggja með tveimur rúmum sem eru annars vegar 75cmx200cm (einbreitt) hins vegar 115cmx200cm (tvíbreitt). Rúmin duga fyrir átta manns en við bendum sjóðsfélögum á að rúmin eru minni en staðlaðar stærðir af tvíbreiðum og einbreiðum rúmum. Arinn er í stofunni. Heita pott og grill má finna á verönd. Búnaður Allur helsti eldhúsbúnaður fylgir s.s. ísskápur, eldavél og bakaraofn, uppvottavél og örbylgjuorfn. Hægt er að kaupa aðgang að interneti, leiðbeiningar um það koma upp þegar internet er valið í tölvunni. Lín Rúmföt er einungis hægt að leigja á sumrin og er það gert hjá umsjónarmanni. Sími hjá umsjónarmanni á Miðhúsum er 894-9695. Sængurverasett kostar 1000 kr., lak kostar 400, stórt baðhandklæði 400 kr. og lítið handklæði 250 kr. Gestir eru beðnir um að láta umsjónarmann vita í tíma símleiðis ef þeir óska eftir að leigja sængurver eða handklæði. Þrif Gestir skulu skila húsunum hreinum og snyrtilegum, þrífa vel ísskáp og salerni, þvo gólf. Skilja má lykla eftir í lyklaskáp eða á eldhúsbekk við brottför, og leigt lín og tuskur má skilja eftir í pokum inni í húsinu. Telji gestur húsið illa þrifið ber honum að láta umsjónarmann vita. Umsjón Vinsamlegast hringið ekki í umsjónarmann eftir kl. 17:00 og um helgar nema að erindið sé brýnt. Megi erindi þitt bíða þá getur þú sent póst á sjodir@bhm.is. Erindi þitt verður þá afgreitt næsta virka dag. ATH -Hvorki er leyfilegt að hafa með sér gæludýr á svæðinu né í húsunum. -Yfir vetrartímann getur orðið snjóþungt á svæðinu því er mikilvægt að kanna aðstæður áður en farið er á fólksbílum í Miðhús.
Lýsing: Húsið er 108 fm og svefnaðstaða er fyrir allt að 10 manns. Eignin er staðsett í Hlíðarfjalli við Akureyri, efri Hálöndum. Hægt er að komast um húsið á hjólastól en athugið að húsið er ekki sérhannað með aðgengi fyrir fatlaða í huga. Það er hægt að keyra alveg upp að inngang hússins. Þrjú svefnherbergi eru í húsinu: Eitt herbergjanna er með tvíbreiðu hjónarúmi. Inn í hjónaherberginu er ungbarnarúm inn í skáp. Hin tvö eru með tveimur einbreiðum rúmum sem hægt er að setja saman. Í þeim herbergjum eru einnig tvær kojur (skipakojur) á sitthvorum veggnum (þær taka 70 kg.). Tvö baðherbergi eru í húsinu: Annað er með vaski, salerni og sturtu. Úr því er gengið út í heita pottinn. Hægt er að ganga frá heita pottinum út á verönd. Hitt er með salerni, vaski, þvottavél og þurrkara. Eldhús og stofa er í alrýminu. Búnaður: Ýmis heimilstæki (vöfflujárn, samlokugrill, örbylgjuofn, kaffivél, hitaketill, ristavél og handþeytari) og raftæki (sjónvarp og blutooth hátalari) eru í húsinu. RÚV, Hringbraut og N4 er aðgengilegt í sjónvarpinu. Hægt er að kaupa aðgang að áskriftarstöðvum og interneti í gegnum Vodafone. HÉR má sjá verðskrá fyrir sjónvarpsþjónustu og HÉR má sjá verðskrá fyrir internetþjónustu. Þvottagrind, ryksuga, skúringarfata og skúringarmoppa er út í geymslu. Hreinisefni, auka gólfmoppur, viskustykki og borðtuskur eru inn á baðinu sem er inn af forstofunni. Grill og grilláhöld eru út í geymslu. Lín: Orlofsgestir þurfa að koma með lín (lök og rúmföt) sjálfir. Þrif: Sjóðsfélagar þrífa sjálfir eftir dvöl sína. Hægt að kaupa þrif gegn greiðslu hjá Þrif og Ræstivörum á Akureyri. Þrifin er hægt að panta í síma 865-2425 á milli kl: 9 - 16. Þrifin þarf að panta með a.m.k. sólarhringsfyrirvara. Sjóðfélagar ganga frá greiðslu beint við Þrif og Ræstivörur. Sorpflokkun: Afar mikilvægt er að flokka vel allt sorp áður en því er hent í viðeigandi tunnur. Flokka skal ruslið í 3 mismunandi ruslafötur; lífrænt (í vistvænan poka), plast/pappi/blöð og síðan óflokkanlegt sorp. Umsjón: Ef eitthvað kemur upp á þá skal hafa samband við Securitas í síma 460-6262. Gott er að taka fram nafn og dvalarstað. Verðskráin fyrir húsið er hér.
Lýsing: Í húsinu eru þrjú svefnherbergi: Eitt herbergi er með hjónarúmi sem er 160x200cm og fataskáp. Eitt herbergi er með kojum þar sem báðar dýnurnar eru 90 x 190 cm. Eitt herbergið er með kojum þar sem að neðri dýnan er 120 x 190 cm og efri dýnan er 80 x 190 cm. Ungbarnarúm er á staðnum. Þegar gengið er inn í húsið er skápur á hægri hönd. Eldhús og stofa eru í sama alrýminu. Inn á baðherberginu er salerni, vaskur, sturta og rúmgóður handklæðaofn. Út af baðinu er farið í heita pottinn. Rúmgóð útiverönd með heitum potti. Einnig eru útistólar, útiborð og gasgrill. Lín: Orlofsgestir þurfa að koma með lín sjálfir. Ekki er í boði að leigja lín. Einnig þarf að hafa með sér viskustykki og bortuskur. Þrif: Orlofsgestir þrífa eftir sig sjálfir skv. leiðbeiningum í bústað. Rusl og flöskur fara í gáma. Við bendum sjóðfélögum á að fara eftir leiðbeiningum í upplýsingamöppu um frágang í sumarhúsum. Þrifagjald er innheimt ef ekki er þrifið nægilega vel að mati umsjónarmanns. Net: 4G netbeinir er í húsinu og hægt er að kaupa aðgang að neti, leiðbeiningar um slíkt má finna í möppu í húsinu. Umsjón: Númer hjá umsjónarmanni finnur þú á kvittun þinni og á blaði í bústaðnum. Vinsamlegast hringið ekki í umsjónarmann eftir kl: 17:00 og um helgar nema að erindið sé brýnt. Hægt er að koma með ábendingar um eitthvað sem vantar og/eða er bilað með því að skanna QR kóða á vegg í eldhúsinu og fylla inn athugasemdir. Afþreying: Útivistarsvæði er í nágrenninu ásamt leikvelli með barnatækjum og körfuboltaspjaldi. Veiðileyfi í Hreðavatni fylgir húsinu. Golfvöllurinn Glanni er stutt frá (3 km) og þar greiða orlofsgestir hálft gjald. Aðrar upplýsingar: Við minnum sjóðfélaga á að lausaganga dýra á svæðinu er bönnuð og auk þess er meðferð skotvopna á svæðinu stranglega bönnuð. Ath. að margir bústaðir í kring eru í einkaeigu. Vegna þessa biðjum við þig vinsamlegst um að taka tillit til nágranna þinna og reyna að lágmarka allan hávaða á kvöldin, hvort sem er innandyra eða utandyra (í heita pottinum). Þá er heldur ekki æskilegt að of margir séu í húsinu og við biðjum ykkur því að virða fjöldatakmarkanir í húsum.
Lýsing: Í íbúðinni sem er merkt Orlofssjóði BHM Í er eitt svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og samliggjandi stofa og borðstofa. Rúm er fyrir tvo, hjónarúm í svefnherbergi og svefnsófi í stofu og barnarúm. Hjónarúmið er 180 cm x 200 cm og svefnsófinn er 140 cm x 200 cm. Búnaður: Íbúðin er fullbúin húsgögnum og heimils- og raftækjum. LÍN: Einn pakki af líni kostar 1.500 kr. Hver pakki inniheldur eitt koddaver, eitt sængurver og eitt handkælði. Allt áðurnefnt er fyrir fullorðna. Lín er keypt samhliða þegar íbúðin er bókuð á orlofsvefnum. Þrif: Hægt að kaupa þrif gegn greiðslu hjá Þveglinum með því að senda post á thvegillinn@thvegillinn. Meðferðis þarf að fylgja gsm númer þitt og kennitala þín. Þrifin þarf að panta með a.m.k. tveggja daga fyrirvara. Sjóðfélagar ganga frá greiðslu beint við Þvegilinn Umsjón: Umsjónarmaður er við frá kl. 08:00 til kl. 17:00 á virkum dögum. Securitas svarar í símann eftir kl: 17:00 virka daga og um helgar. ATH: Íbúðin er í blokk og við biðjum því sjóðfélaga vinsamlegst um að ganga vel um sameignina. Þá er einnig mikilvægt að sjóðfélagar taki tillit til annarra íbúa í blokkinni með því að lágmarka allan hávaða. Þá viljum við einnig biðja fólk sem kemur í íbúðina seint að kvöldi að fara sérstaklega hljóðlega um. Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í íbúðinni. Verðskrá 2021 er hér.